Wolverhampton James Word-Prowse fagnar Taiwo Awoniyi eftir að hafa lagt upp þriðja mark Forest fyrir hann í blálok leiksins.
Wolverhampton James Word-Prowse fagnar Taiwo Awoniyi eftir að hafa lagt upp þriðja mark Forest fyrir hann í blálok leiksins. — AFP/Ben Stansall
Nottingham Forest hélt í gærkvöld áfram sigurgöngu sinni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með því að sigra Wolves, 3:0, á útivelli í síðasta leik 20. umferðar. Þar með heldur Forest áfram í við Arsenal en liðin eru með 40 stig í öðru og þriðja…

Nottingham Forest hélt í gærkvöld áfram sigurgöngu sinni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu með því að sigra Wolves, 3:0, á útivelli í síðasta leik 20. umferðar.

Þar með heldur Forest áfram í við Arsenal en liðin eru með 40 stig í öðru og þriðja sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Liverpool.

Forest hefur þar með unnið sex síðustu leiki sína í deildinni og þegar fengið fjórum stigum meira úr 20 leikjum í vetur en í öllum 38 leikjum síðasta tímabils þegar liðið endaði í 17. sæti, einu sæti fyrir ofan fall.

Öll þrjú mörkin komu eftir hraðar sóknir. Morgan Gibbs-White skoraði strax á 7. mínútu og Chris Wood bætti við marki í lok fyrri hálfleiks. Wood hefur nú skorað 12 mörk í deildinni í vetur og er sjötti markahæstur í deildinni. Í lok uppbótartímans innsiglaði síðan Taiwo Awoniyi sigurinn með þriðja markinu.