Hlín Eiríksdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur samið við Kristianstad í Svíþjóð um að leika eitt ár enn með liðinu. Hlín var með bestu framherjum sænsku úrvalsdeildarinnar 2024 og næstmarkahæst í deildinni þegar hún skoraði 15 mörk fyrir liðið
Hlín Eiríksdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, hefur samið við Kristianstad í Svíþjóð um að leika eitt ár enn með liðinu. Hlín var með bestu framherjum sænsku úrvalsdeildarinnar 2024 og næstmarkahæst í deildinni þegar hún skoraði 15 mörk fyrir liðið. Hún hefur alls gert 26 mörk í 51 leik í deildinni með Kristianstad. Áður lék Hlín með Piteå í tvö ár. Kristianstad hafnaði í fjórða sætinu, á eftir Rosengård, Häcken og Hammarby.