Á árinu sem leið fjölgaði tilkynningum um ofbeldi af hálfu barns í garð foreldris um 18% og tilkynningum um ofbeldi foreldris í garð barns um 12%. Þetta kemur fram í bráðabirgðaskýrslu ríkislögreglustjóra um störf lögreglu árið 2024
Á árinu sem leið fjölgaði tilkynningum um ofbeldi af hálfu barns í garð foreldris um 18% og tilkynningum um ofbeldi foreldris í garð barns um 12%.
Þetta kemur fram í bráðabirgðaskýrslu ríkislögreglustjóra um störf lögreglu árið 2024.
Heimilisofbeldismál á árinu voru um 1.120 sem er sami fjöldi og að meðaltali árin 2021-2023. Voru flest ofbeldisbrotin af hendi maka og var svipaður fjöldi mála skráður árið 2024 og að meðaltali á árunum 2021-2023.