— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Fjölmenni var við útför Egils Þórs Jónssonar, fv. borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, frá Grafarvogskirkju í gær. Séra Guðni Már Harðarson jarðsöng. Egill Þór lést 20. desember sl. 34 ára að aldri, eftir hetjulega baráttu við krabbamein

Fjölmenni var við útför Egils Þórs Jónssonar, fv. borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, frá Grafarvogskirkju í gær. Séra Guðni Már Harðarson jarðsöng.

Egill Þór lést 20. desember sl. 34 ára að aldri, eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö ung börn.

Tónlist í athöfninni fluttu Daníel Ágúst Haraldsson og meðlimir Gospeltóna, þau Hrönn Svansdóttir, Fanny K. Tryggvadóttir og Óskar Einarsson.

Félagar Egils í Oddfellowreglunni stóðu heiðursvörð í kirkjunni og fyrir utan við líkfylgdina voru ungliðar úr Sjálfstæðisflokknum og stúdentapólitíkinni.