Norður
♠ D10543
♥ K102
♦ G10
♣ 872
Vestur
♠ 86
♥ DG7
♦ K863
♣ KG93
Austur
♠ ÁK9
♥ 5
♦ Á9742
♣ D1065
Suður
♠ G72
♥ Á98643
♦ D5
♣ Á4
Suður spilar 5♥ dobluð.
Alþjóða bridgesambandið stóð fyrir alþjóðlegu netmóti í sveitakeppni fyrir konur í byrjun ársins. Alls tóku 74 lið frá 42 löndum þátt í því, þar á meðal Ísdrottningarnar frá Íslandi.
Spilið að ofan er úr mótinu. Þar sem Alda Guðnadóttir og Arngunnur Jónsdóttir sátu NS var allt með kyrrum kjörum og eftir bútabarning spilaði Arngunnur í suður 3♥ sem fóru einn niður.
En við hitt borðið, þar sem Harpa Fold Ingólfsdóttir og María Haraldsdóttir Bender sátu AV, var allt í háalofti. Harpa opnaði á 1♦ í austur, suður sagði 1♥, María sagði 2♥ til að sýna stuðning við tígulinn og áskorun í geim, norður sagði 3♥ og Harpa, sem sjaldan hafnar áskorunum, stökk í 5♦ sem hefðu unnist. Af einhverjum ástæðum ákvað suður að segja 5♥ sem María var sátt við að dobla. Sá samningur fór fjóra nður og Ísdrottningarnar fengu 1100.