Austurbrún Húsin efst á Laugarásnum gnæfa yfir höfuðborgina.
Austurbrún Húsin efst á Laugarásnum gnæfa yfir höfuðborgina. — Morgunblaðið/sisi
Ekki fékkst leyfi til að breyta 13. hæð stórhýsisins Austurbrún 2 úr samkomusal í íbúð. Þetta hefði orðið ein flottaasta útsýnisíbúð borgarinnar. Efst á Laugarásnum standa þrjú stórhýsi við Austurbrún

Ekki fékkst leyfi til að breyta 13. hæð stórhýsisins Austurbrún 2 úr samkomusal í íbúð. Þetta hefði orðið ein flottaasta útsýnisíbúð borgarinnar.

Efst á Laugarásnum standa þrjú stórhýsi við Austurbrún. Þau hafa númerin 2, 4 og 6.

Á fundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur var tekin til afgreiðslu fyrirspurn þess efnis hvort heimilað yrði að breyta efstu hæð hússins Austurbrún 2 í íbúð.

Í umsögn verkefnastjóra skipulagsfulltrúa segir að húsið á lóð nr. 2 við Austurbrún sé 13 hæða fjölbýlishús, byggt árið 1960 skv. fasteignaskrá.

Á 13. hæð er veislusalur sem er sameign íbúa hússins. Spurt er hvort heimilað yrði að innrétta íbúð í stað salarins til útleigu.

Í fyrirspurn er vísað í að í húsinu á Austurbrún 6 hefur verið heimilað árið 2000 að innrétta tvær íbúðir í rýminu á 13. hæð.

Vekrefnastjórinn segir að skoða verði erindið varðandi Austurbrún 2 út frá gildandi skipulagi.

Í aðalskipulagi sé fjallað um mikilvægi blöndunar íbúða. Í húsinu séu mjög einsleitar íbúðir og blöndun því lítil eða engin. Allar íbúðir í húsinu séu 47,6 fermetrar samkvæmt fasteignaskrá og því nokkuð litlar.

„Samverusalur á efstu hæð hússins er ætlaður íbúum til fjölbreyttra, almennra nota sem viðbót við annars nokkuð litlar íbúðir í húsinu,“ segir í umsögn verkefnastjórans. Ekki sé æskilegt að heimila breytta nýtingu rýmisins í Austurbrún 2 úr samkomusal í íbúðir. sisi@mbl.is