Í febrúar og mars verða fimm mikilvægir knattspyrnuleikir íslenskra liða leiknir erlendis. Fimm heimaleikir Íslands. Víkingar mæta Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar 13. febrúar, væntanlega í nágrenni Kaupmannahafnar

Víðir Sigurðsson

vs@mbl.is

Í febrúar og mars verða fimm mikilvægir knattspyrnuleikir íslenskra liða leiknir erlendis. Fimm heimaleikir Íslands.

Víkingar mæta Panathinaikos í umspili Sambandsdeildarinnar 13. febrúar, væntanlega í nágrenni Kaupmannahafnar.

Stúlknalandsliðið leikur í mars til úrslita um sæti í lokakeppni EM og er gestgjafi í sínum riðli. En vegna aðstöðuleysis á Íslandi verða heimaleikirnir þrír leiknir á Spáni.

Karlalandsliðið leikur heimaleik sinn gegn Kósóvó, úrslitaleik um sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar, í Murcia á Spáni 23. mars.

Laugardalsvöllurinn verður loksins nothæfur árið um kring frá og með komandi sumri, þannig að vonandi gerist þetta aldrei aftur.

Þar standa yfir framkvæmdir sem hefðu átt að vera afgreiddar fyrir lifandi löngu. Og að þeim loknum er eftir að loka vellinum með áhorfendastúkum á þremur hliðum.

Þjóðarhöll fyrir innanhússíþróttir er enn á undirbúningsstigi og vonast er eftir því að hún verði risin árið 2029.

Leikvangur fyrir alþjóðlega keppni í frjálsíþróttum er enn í lausu lofti.

Þessi seinagangur í byggingu íþróttamannvirkja hjá þjóð sem vill alls staðar vera í fremstu röð hefur verið með ólíkindum. Á meðan spretta upp „græn gímöld“ á örskotsstundu án þess að nokkur taki eftir því.