Heimsókn Utanríkisráðherrar Íslands og Úkraínu í Kænugarði.
Heimsókn Utanríkisráðherrar Íslands og Úkraínu í Kænugarði. — AFP/Tetjana Dsjafaróva
Ut­an­rík­is­ráðherra bind­ur von­ir við að stríði Rúss­lands og Úkraínu ljúki á þessu ári. Í kjöl­far stríðs tek­ur við upp­bygg­ing Úkraínu sem Ísland mun styðja við. „Ég vona það nátt­úr­lega að stríðinu ljúki á þessu ári

Hermann Nökkvi Gunnarsson

hng@mbl.is

Ut­an­rík­is­ráðherra bind­ur von­ir við að stríði Rúss­lands og Úkraínu ljúki á þessu ári. Í kjöl­far stríðs tek­ur við upp­bygg­ing Úkraínu sem Ísland mun styðja við.
„Ég vona það nátt­úr­lega að stríðinu ljúki á þessu ári. Ég ætla að binda von­ir við það,“ seg­ir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra.

Hún seg­ir að þegar stríðinu lýkur þá þurfi að hjálpa Úkraínu­mönn­um að byggja upp innviði sína og að sá stuðning­ur verði ekki ósvipaður Mars­hall-aðstoðinni, sem Íslend­ing­ar þekkja.

„Við þurf­um á sterkri og öfl­ugri Úkraínu að halda, þessu mikla matar­forðabúri okk­ar, en líka til þess að tryggja lýðræði og frelsi,“ seg­ir Þor­gerður. Spurð hvort það þýði að Íslend­ing­ar muni hjálpa til við að fjár­magna þá upp­bygg­ingu seg­ir hún að all­ar þjóðir, inn­an sem utan Evr­ópu­sam­bands­ins, skilji að Úkraína þarf hjálp við að byggja upp sam­fé­lagið.

Þor­gerður var í Úkraínu í vik­unni þar sem hún hitti ut­an­rík­is­ráðherra og for­sæt­is­ráðherra lands­ins en þeir þökkuðu Íslandi fyr­ir stuðning sinn. Ísland veit­ir land­inu 600 millj­ón­ir ís­lenskra króna til sprengju­leitar og að auki verða veitt­ar 400 millj­ón­ir ís­lenskra króna til að styðja við úkraínsk­an varn­ariðnað.