Norður
♠ 6
♥ ÁD93
♦ ÁD86
♣ ÁG73
Vestur
♠ Á1097432
♥ 5
♦ G9
♣ K102
Austur
♠ DG5
♥ G102
♦ 107
♣ 98654
Suður
♠ K8
♥ K8764
♦ K5432
♣ D
Suður spilar 6♥.
Á suður fyrir 5♥ eftir að vestur opnar á 3♠, norður doblar og austur passar? Það er á mörkunum, að minnsta kosti létu flestar nægja að segja 4♥ í þessari stöðu á alþjóðlegu netmóti kvenna í sveitakeppni sem haldið var í byrjun ársins og norður lét þar við sitja.
En ef austur passar ekki heldur lyftir í 4♠? Þá myndu flestir líklega segja 5♥ með spil suðurs og nú kemur til greina hjá norðri að hækka í 6♥ sem vinnast auðveldlega. Þannig gengu að minnsta kosti sagnir þar sem Alda Guðnadóttir og Arngunnur Jónsdóttir sátu NS.
Við hitt borðið passaði María Haraldsdóttir Bender með austurspilin eftir að norður doblaði 3♠ opnun Hörpu Foldar Ingólfsdóttur. Suður sagði 4♥ en eftir tvö pöss sagði María 4♠. Takturinn í sögnunum var nú miklu hægari og í raun doblaði suður en norður breytti í 5♥ sem voru spiluð.