Lækning Holdsveikraspítalinn á Laugarnesi starfaði frá 1898 til 1943.
Lækning Holdsveikraspítalinn á Laugarnesi starfaði frá 1898 til 1943.
„Frið­lýsum Laugar­nes“ nefnist ný fyrirlestraröð sem hefur göngu sína í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20. Þar segir Guð­mund­ur Þór­halls­son frá að­drag­anda að bygg­ingu Holds­veikra­spít­al­ans á Laugar­nesi sem starf­aði á ár­un­um 1898-1943

„Frið­lýsum Laugar­nes“ nefnist ný fyrirlestraröð sem hefur göngu sína í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20. Þar segir Guð­mund­ur Þór­halls­son frá að­drag­anda að bygg­ingu Holds­veikra­spít­al­ans á Laugar­nesi sem starf­aði á ár­un­um 1898-1943. Inn í þá sögu flétt­ist stofn­un Odd­fellow­regl­unn­ar á Ís­landi árið 1897. Í erindi sínu Lífið á Holds­veikra­spítal­an­um í Laugar­nesi fjall­ar Erla Dóris Hall­dórs­dótt­ir sagn­fræð­ing­ur um starf­ið á spítal­an­um og ­hvern­ig tókst að vinna bug á þess­um hræði­lega sjúk­dómi.

Þriðjudaginn 21. janúar kl. 20 segir Árni Árnason frá hugmyndum sínum um að Ingólfur Arnarson hafi sett bú sitt á Laugarnesi og viku síðar fjallar Þorgrímur Gestsson um Laugarnesið og sögu þess frá landnámi. Samhliða fyrirlestraröðinni stendur safnið fyrir söfn­un undir­skrifta á island.is til að skora á ráð­herra um­hverfis­mála að frið­lýsa Laugar­nes sem búsetu- og menningar­lands­lag.