Fiorentina Albert Guðmundsson fékk ekki að taka vítaspyrnuna.
Fiorentina Albert Guðmundsson fékk ekki að taka vítaspyrnuna. — Ljósmynd/@acffiorentina
Albert Guðmundsson og samherjar hans í Fiorentina töpuðu óvænt fyrir botnliðinu Monza, 2:1, í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu á útivelli í gærkvöld. Í fyrri hálfleik var dæmd vítaspyrna á Monza og Albert var tilbúinn til að fara á vítapunktinn en…

Albert Guðmundsson og samherjar hans í Fiorentina töpuðu óvænt fyrir botnliðinu Monza, 2:1, í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu á útivelli í gærkvöld. Í fyrri hálfleik var dæmd vítaspyrna á Monza og Albert var tilbúinn til að fara á vítapunktinn en dómarinn hætti við eftir að hafa skoðað atvikið á skjá. Í staðinn komst Monza í 2:0 en Lucas Beltran minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 74. mínútu. Albert lék fyrri hálfleikinn en var þá skipt af velli.