Körfuboltaþjálfararnir reyndu Sigurður Ingimundarson og Jón Halldór Eðvaldsson voru í gærkvöld ráðnir þjálfarar kvennaliðs Keflavíkur en þeir taka við af Friðriki Inga Rúnarssyni sem hætti með liðið um miðjan desember
Körfuboltaþjálfararnir reyndu Sigurður Ingimundarson og Jón Halldór Eðvaldsson voru í gærkvöld ráðnir þjálfarar kvennaliðs Keflavíkur en þeir taka við af Friðriki Inga Rúnarssyni sem hætti með liðið um miðjan desember. Sigurður hefur fimm sinnum stýrt Keflavíkurkonum til Íslandsmeistaratitils, fyrst 1993 og síðast 2013, og Jón Halldór tvisvar, árin 2008 og 2011. Keflavík er í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar og á heimaleik gegn Grindavík í kvöld.