Jude Law
Jude Law
Breski leikarinn Jude Law upplýsti í nýlegu viðtali við Deadline að hann myndi fara með hlutverk Vladimírs Pútin í The Wizard of the Kremlin, væntanlegri kvikmynd í leikstjórn Olivier Assayas

Breski leikarinn Jude Law upplýsti í nýlegu viðtali við Deadline að hann myndi fara með hlutverk Vladimírs Pútin í The Wizard of the Kremlin, væntanlegri kvikmynd í leikstjórn Olivier Assayas. Þar segir frá ungum rússneskum kvikmyndagerðarmanni sem verður óvænt ráðgjafi Pútíns þegar sá er að rísa til valda í Rússlandi.

„Í augnablikinu er hlutverkið eins og Everest sem ég á eftir að ganga upp á. Ég stend við rætur fjallsins og horfi upp meðan ég hugsa: „Guð minn góður, hvað hef ég gert.“ Þannig líður mér oft þegar ég er búin að taka að mér hlutverk. En það er mitt að finna lausnina,“ segir Law. Hann áréttar að honum finnist gaman að takast á við miklar áskoranir. „Mér finnst frábært þegar mér bjóðast krefjandi verkefni og spennandi að þróa hlutverk sem liggja lengra frá mínum persónuleika en ég hef áður tekist á við, hvort heldur er andlega eða líkamlega.“