Rafmagn HMS er aðeins með takmarkaðan fjölda skráðan hjá sér.
Rafmagn HMS er aðeins með takmarkaðan fjölda skráðan hjá sér. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Á árunum 2010-2023 voru 334 rafmagnsbrunar skráðir hjá rafmagnsöryggisteymi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) og létu fimm manns lífið á tímabilinu vegna rafmagnsbruna. Þá voru 64 rafmagnsslys skráð hjá stofnuninni á tímabilinu

Birta Hannesdóttir

birta@mbl.is

Á árunum 2010-2023 voru 334 rafmagnsbrunar skráðir hjá rafmagnsöryggisteymi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) og létu fimm manns lífið á tímabilinu vegna rafmagnsbruna.

Þá voru 64 rafmagnsslys skráð hjá stofnuninni á tímabilinu. Einn lést á árunum 2010-2023 vegna rafmagnsslysa. Færri slys hafa orðið af völdum rafmagns á undanförnum árum, en á árunum 2000-2009 var árlegt meðaltal rafmagnsslysa 6,1 en nú 4,6.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu HMS. Stofnunin tekur reglulega saman yfirlit yfir bruna og slys af völdum rafmagns. HMS skráir þó aðeins þá bruna og slys sem stofnuninni berast upplýsingar um og er það aðeins lítill hluti rafmagnsbruna á landinu. Upplýsingar HMS koma frá lögreglu, slökkviliði, einstaklingum og úr fjölmiðlum.

Í niðurstöðum skýrslunnar má sjá að meirihluta rafmagnsslysa má rekja til mannlegra mistaka; 44 af 64 slysum eru talin hafa verið vegna mannlegra mistaka sem hefði mátt koma í veg fyrir með aðgæslu og réttum vinnubrögðum, að því er kemur fram í skýrslunni.

Flestir rafmagnsbrunar á tímabilinu urðu vegna bilunar, hrörnunar eða rangrar notkunar tækjabúnaðar.