— AFP/Niharika Kulkarni
Ein helsta trúarhátíð hindúa, Kumbh Mela, hófst í gær, og markaði fjöldi pílagríma upphaf hátíðarinnar með því að baða sig í Triveni Sangam, en þar mæta Ganges- og Yamuna-fljótin hinu helga Saraswati-fljóti samkvæmt goðsögum hindúa

Ein helsta trúarhátíð hindúa, Kumbh Mela, hófst í gær, og markaði fjöldi pílagríma upphaf hátíðarinnar með því að baða sig í Triveni Sangam, en þar mæta Ganges- og Yamuna-fljótin hinu helga Saraswati-fljóti samkvæmt goðsögum hindúa.

Um sex milljón manns höfðu þegar baðað sig í gær, en skipuleggjendur hátíðarinnar gera ráð fyrir því að um 400 milljón manns muni mæta til hennar í ár. Hún yrði þá fjölmennasta samkoma sem haldin hefur verið í sögunni.

Hátíðin rekur sögu sína langt aftur í aldir, og hafa sumir pílagrímanna komið langt að til þess að taka þátt í henni. Forsætisráðherra Indlands, Narendra Modi, sagði hátíðina vera heilagan viðburð sem tengdi saman ótal manns í trú, hollustu og menningu.