Rafbílar Sænski framleiðandinn Polestar selur fleiri eintök rafbíla.
Rafbílar Sænski framleiðandinn Polestar selur fleiri eintök rafbíla. — Morgunblaðið/Eggert
Samkvæmt frétt Reuters hefur sala aukist mikið hjá Polestar. Fyrirtækið framleiðir rafbíla og er í eigu kínverska Geely og Volvo. Kínverski risinn hóf rekstur sinn 1986 sem framleiðandi íhluta fyrir kæliskápa

Samkvæmt frétt Reuters hefur sala aukist mikið hjá Polestar. Fyrirtækið framleiðir rafbíla og er í eigu kínverska Geely og Volvo. Kínverski risinn hóf rekstur sinn 1986 sem framleiðandi íhluta fyrir kæliskápa.

Titringur hefur verið meðal framleiðenda rafbíla og því róast taugar eflaust aðeins við þessar fréttir.

Samkvæmt fréttinni nam sala félagsins um 12.000 bílum síðasta ársfjórðung 2024, sem er 37% hækkun milli ára.

Mikill óvissa hefur verið um sölu rafbíla síðustu mánuði, bæði vegna ófyrirsjáanleika í skattlagningu og baráttu í verði. Notaðir rafbílar hafa á sumum mörkuðum hrunið í verði.

Polestar hefur samhliða átt í innri baráttu, enda var á síðasta ári formanni stjórnar, forstjóra, yfirhönnuði og fjármálastjóra öllum skipt út. Framleiðandinn gerir nú ráð fyrir jákvæðu sjóðsflæði í lok ársins eftir taprekstur. mj@mbl.is