Norður ♠ ÁDG ♥ D96 ♦ ÁK432 ♣ D5 Vestur ♠ 4 ♥ ÁK10752 ♦ DG6 ♣ K103 Austur ♠ 9875 ♥ 843 ♦ – ♣ G87642 Suður ♠ K10632 ♥ G ♦ 109875 ♣ Á9 Suður spilar 4♠

Norður

♠ ÁDG

♥ D96

♦ ÁK432

♣ D5

Vestur

♠ 4

♥ ÁK10752

♦ DG6

♣ K103

Austur

♠ 9875

♥ 843

♦ –

♣ G87642

Suður

♠ K10632

♥ G

♦ 109875

♣ Á9

Suður spilar 4♠.

Alþjóðasamtök bridsblaðamanna veita m.a. árlega viðurkenningu til ungra spilara og á síðasta ári fengu tveir argentínskir spilarar, Tomas Popowsky og Francisco Guerra, þessa viðurkenningu – báðir fyrir sama spilið.

Í leik milli Argentínu og Englands á HM spilara undir 26 ára var lokasamningurinn 4♠ við bæði borð eftir að vestur opnaði á 1♥. Við annað borðið var norður sagnhafi og þar spilaði austur út hjarta sem Popowski í vestur drap með kóng. Hann skipti síðan í ♦6. Sagnhafi stakk upp kóng en austur trompaði og spilið fór einn niður.

Víkur þá sögunni að hinu borðinu. Þar var Guerra sagnhafi í suður og vestur spilaði út ♥Á og skipti í ♦6 eins og gerðist við hitt borðið. En Guerra lét lítið í borði! Austur trompaði en eftir það gaf sagnhafi aðeins einn slag á lauf.