Silfursmári 12 Byggingin er með stálgrind og hefur risið á skömmum tíma.
Silfursmári 12 Byggingin er með stálgrind og hefur risið á skömmum tíma. — Morgunblaðið/Baldur
Páll V. Bjarnason, framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá Heimum, segir félagið í viðræðum við nokkra aðila um leigu á rýmum í nýbyggingunni Silfursmára 12. „Þetta er spennandi verkefni og það er mikill áhugi á því,“ segir Páll

Páll V. Bjarnason, framkvæmdastjóri fjárfestinga hjá Heimum, segir félagið í viðræðum við nokkra aðila um leigu á rýmum í nýbyggingunni Silfursmára 12.

„Þetta er spennandi verkefni og það er mikill áhugi á því,“ segir Páll.

Fasteignaþróunarfélagið Klasi byggir húsið og stendur til að Heimar fái það afhent í maí næstkomandi, að sögn Páls. Mun Klasi jafnframt flytja skrifstofu sína frá Suðurlandsbraut 4 í nýja húsið, sem er gegnt Smáralind í Kópavogi.

Nýbyggingin er um 3.000 fermetrar og með 26 stæða bílakjallara. Fram kom í Morgunblaðinu 28. mars síðastliðinn að við hönnun hússins væri leitast við að geta skipt hverri hæð upp fyrir allt að þrjá notendur.

Húsið verður Svansvottað en það er byggt úr steypu, krosslímdu timbri og stáli. Það er nýjasta byggingin í Smárabyggð en Klasi á nú í viðræðum við Kópavogsbæ um enn frekari uppbyggingu á svæðinu, eins og fram kom í samtali Morgunblaðsins við fulltrúa Klasa 16. október sl. baldura@mbl.is