Norður
♠ G7632
♥ 1076
♦ Á
♣ ÁG95
Vestur
♠ ÁD1094
♥ 5
♦ 1085
♣ D762
Austur
♠ 5
♥ ÁD8432
♦ 964
♣ K43
Suður
♠ K8
♥ KG9
♦ KDG732
♣ 108
Suður spilar 3G redobluð.
Danirnir Martin Schaltz og Dennis Bilde, sem unnu tvöfalt á íslensku bridshátíðinni í fyrra, eru efstir í dönsku deildakeppninni, sem verið er að spila um þessar mundir, ásamt foreldrum Martins, þeim Dorthe og Peter.
Þeir Martin og Dennis gefa ekkert eftir við spilaborðið. Í spilinu að ofan úr deildakeppninni fengu Dorthe og Peter að spila bút í AV: Peter opnaði á 1♥ í austur, suður sagði 2♦, Dorthe sagði 2♠ og þar við sat. Tveir niður og 100 til NS.
Við hitt borðið opnaði austur á 2♥, sýndi 6-lit og 10-13 punkta og Dennis sagði hvergi smeykur 2G með suðurspilin. Martin í norður lyfti í 3G og þegar kom að vestri taldi hann punktana sína og doblaði. Og Martin redoblaði.
Út kom hjarta upp á ás og meira hjarta. Dennis svínaði gosanum og tók næstu níu slagina, sem gaf NS 1400.