Hvítur heldur jafntefli
Hvítur heldur jafntefli
Staðan kom upp í undanrásum heimsmeistaramótsins í opnum flokki í hraðskák sem fór fram í New York í Bandaríkunum hinn 30. desember síðastliðinn. Magnus Carlsen (2.890) svart, lék síðast 48

Staðan kom upp í undanrásum heimsmeistaramótsins í opnum flokki í hraðskák sem fór fram í New York í Bandaríkunum hinn 30. desember síðastliðinn. Magnus Carlsen (2.890) svart, lék síðast 48. … b7-b6?? en í staðinn hefði 48. … b7-b5 tryggt honum gjörunnið tafl. Andstæðingur Carlsens, hollenski stórmeistarinn Benjamin Bok (2.627), nýtti sér afleik Carlsens með því að leika 49. Ka4! þar eð hvítur er patt eftir 49. … Kxc4. Af þessum ástæðum bauð Carlsen andstæðingi sínum jafntefli og urðu það úrslit skákarinnar. Það er hægt að finna myndband á youtube sem sýnir þessa skák í heild og á því má sjá að Carlsen hafði nægan tíma til að innbyrða vinninginn í peðsendataflinu en hélt áfram að tefla afar hratt og varð gróflega á í messunni með 48. … b7-b6 og eftir svar andstæðingsins hló Carlsen að sjálfum sér!