Hákon Arnar Haraldsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði mark Lille í gærkvöld þegar liðið sló Marseille út í 32-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar á útivelli. Hákon kom Lille yfir með marki á 68

Hákon Arnar Haraldsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, skoraði mark Lille í gærkvöld þegar liðið sló Marseille út í 32-liða úrslitum frönsku bikarkeppninnar á útivelli. Hákon kom Lille yfir með marki á 68. mínútu eftir sendingu frá Jonathan David. Marseille jafnaði í uppbótartíma, rétt eftir að Hákoni hafði verið skipt af velli, en Lille tryggði sér sigurinn í vítaspyrnukeppni og er komið í sextán liða úrslitin.