Haraldur Þórðarson forstjóri Skaga segir í samtali við ViðskiptaMoggann að nokkrir angar séu á umræðunni um kaup Landsbankans á TM. „Í mínum huga er enginn vafi á því að eignarhald Landsbankans á TM mun hafa áhrif á samkeppnisumhverfið,“ …

Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Haraldur Þórðarson forstjóri Skaga segir í samtali við ViðskiptaMoggann að nokkrir angar séu á umræðunni um kaup Landsbankans á TM.

„Í mínum huga er enginn vafi á því að eignarhald Landsbankans á TM mun hafa áhrif á samkeppnisumhverfið,“ segir Haraldur og bætir við að Landsbankinn, fyrir utan að vera ríkisbanki, sé jafnframt stærsti banki landsins með víðfeðmt útibúanet.

Hann bætir við að kaupin muni skekkja samkeppnisstöðuna.

„Mér finnst umhugsunarvert að ríkisbanki sé að færa út kvíarnar í vátryggingastarfsemi. Ég vona innilega að þetta leiði ekki til þess að fjárhagslegur styrkur og slagkraftur ríkisins verði notaður til að búa til meðbyr fyrir eitt fyrirtæki í tryggingastarfsemi og skekkja þar með samkeppnisstöðu á þeim markaði. Það færi ekki vel á því,“ segir Haraldur. » ViðskiptaMogginn