HM Hafsteinn Óli er mættur á HM og leikur gegn Íslandi annað kvöld.
HM Hafsteinn Óli er mættur á HM og leikur gegn Íslandi annað kvöld. — Morgunblaðið/Anton Brink
Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha leikmaður Gróttu var í gær tekinn á ný inn í landslið Grænhöfðaeyja fyrir heimsmeistaramótið í handbolta. Hann mætir því Íslandi í fyrstu umferðinni í Zagreb annað kvöld

Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha leikmaður Gróttu var í gær tekinn á ný inn í landslið Grænhöfðaeyja fyrir heimsmeistaramótið í handbolta. Hann mætir því Íslandi í fyrstu umferðinni í Zagreb annað kvöld. Hafsteinn var í 18 manna hópi liðsins sem fór til Zagreb en ekki meðal þeirra sextán sem voru endanlega valdir fyrir keppnina og átti því að fara heim. Vegna meiðsla annars leikmanns var hann hins vegar færður upp í 16 manna hópinn í gær.