Fossvogur Atli Þór Jónasson bætist í hóp sóknarmanna Víkings.
Fossvogur Atli Þór Jónasson bætist í hóp sóknarmanna Víkings. — Morgunblaðið/Ólafur Árdal
Knattspyrnumaðurinn Atli Þór Jónasson er genginn til liðs við Víking í Reykjavík sem hefur gengið frá kaupum á honum frá HK. Atli er 22 ára framherji sem kom til HK frá Hamri í Hveragerði fyrir tveimur árum og skoraði á síðasta tímabili sjö mörk í…

Knattspyrnumaðurinn Atli Þór Jónasson er genginn til liðs við Víking í Reykjavík sem hefur gengið frá kaupum á honum frá HK. Atli er 22 ára framherji sem kom til HK frá Hamri í Hveragerði fyrir tveimur árum og skoraði á síðasta tímabili sjö mörk í 24 leikjum fyrir Kópavogsliðið í Bestu deildinni og samtals átta mörk í 40 leikjum í deildinni á tveimur árum. Atli lék með Hamri í 4. deild frá 17 ára aldri og skoraði þar 26 mörk í 51 leik.