— Ljósmynd/Juliette Rowland
Hildur Kristín Stefánsdóttir, tónlistarkona og pródúsent með meiru, hefur fengið nóg af því að vera kölluð „söngkonan Hildur“ í fjölmiðlum. Í færslu sem hún deildi á samfélagsmiðlum bendir hún á að hún sé líka pródúsent, laga- og…

Hildur Kristín Stefánsdóttir, tónlistarkona og pródúsent með meiru, hefur fengið nóg af því að vera kölluð „söngkonan Hildur“ í fjölmiðlum. Í færslu sem hún deildi á samfélagsmiðlum bendir hún á að hún sé líka pródúsent, laga- og textahöfundur og upptökustjóri – störf sem karlkyns kollegar hennar virðast fá meira lof fyrir. Hildur gaf nýlega út plötuna Afturárbak og vill vekja athygli á mikilvægi þess að orðræðan um konur í tónlistarheiminum sé rétt. Titlar skipti máli – ekki bara fyrir hana, heldur líka fyrir næstu kynslóð tónlistarkvenna. Nánar á K100.is.