40 ára Árný Huld er fædd og uppalin á Hólmavík. Hún lauk stúdentsprófi af viðskiptabraut Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Að því loknu stundaði hún nám við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað, Ferðamálaskólann og Flugskóla Íslands

40 ára Árný Huld er fædd og uppalin á Hólmavík. Hún lauk stúdentsprófi af viðskiptabraut Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Að því loknu stundaði hún nám við Hússtjórnarskólann á Hallormsstað, Ferðamálaskólann og Flugskóla Íslands.

Árný Huld býr á Bakka í Geiradal í Reykhólasveit ásamt fjölskyldu sinni og stundar þar sauðfjárbúskap með 530 fjár. Þá hefur fjölskyldan nýlega stofnað og hafið rekstur fyrirtækis um verslun og veitingasölu í Búðinni á Reykhólum. Auk verslunar með nauðsynjavöru er boðið upp á heimilismat í hádeginu og stefnt að því að efla félagslífið á staðnum með ýmsum viðburðum fyrir fólk á öllum aldri. Árný Huld hefur setið í sveitarstjórn Reykhólahrepps frá árinu 2018. Hún hlaut titilinn íbúi ársins í Reykhólahreppi í fyrra.

„Samvera með fjölskyldunni bæði í leik og starfi er mér sérstaklega dýrmæt. Ég er svo heppin að búskapurinn er bæði vinna og áhugamál og það gefur mér mikið að sinna kindunum og vinna önnur bústörf með mínu fólki. Mér finnst líka mikils virði að geta látið gott af mér leiða og að gera eitthvað sem er samfélaginu okkar til hagsbóta.“

Fjölskylda Maki Árnýjar Huldar er Baldvin Reyr Smárason, f. 1982. Saman eiga þau börnin Hrafnhildi Söru, f. 2009, Hafrúnu Magneu, f. 2012, og Smára Hlíðar, f. 2018. Foreldrar hennar eru Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir, f. 1960, skólastjóri og Haraldur V.A. Jónsson, f. 1961, húsasmíðameistari og bóndi. Þau búa á Hólmavík.