Ríkissáttasemjari Farið var yfir stöðu mála í Karphúsinu í gær.
Ríkissáttasemjari Farið var yfir stöðu mála í Karphúsinu í gær. — Morgunblaðið/Eggert
Samn­inga­nefnd­ir kenn­ara og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga sendu rík­is­sátta­semj­ara sam­eig­in­lega beiðni á þriðjudag þar sem óskað var eft­ir fundi í kjaraviðræðum þeirra í gær. Viðræðuhlé hafði staðið yfir frá því á föstu­dag og…

Samn­inga­nefnd­ir kenn­ara og Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga sendu rík­is­sátta­semj­ara sam­eig­in­lega beiðni á þriðjudag þar sem óskað var eft­ir fundi í kjaraviðræðum þeirra í gær. Viðræðuhlé hafði staðið yfir frá því á föstu­dag og hafði rík­is­sátta­semj­ari ekki séð til­efni til að boða til fund­ar.

Ástráður Har­alds­son rík­is­sátta­semj­ari seg­ir að farið hafi verið yfir stöðu mála á fund­in­um í gær og af­mörkuð verk­efni sem þurfi að skoða fram að næsta fundi, sem boðaður hef­ur verið á morgun, föstudag. „Fram að því er heima­vinna, eins og tíðkast í skól­um,“ seg­ir Ástráður að lok­um.

„Það eru eng­in sér­stök tíðindi af fund­in­um en þetta sýn­ir að menn eru áfram í til­raun­um sín­um til að finna ein­hverja leið fram á við. Það er út af fyr­ir sig gott, en það er ekki hægt að segja að það sé ríf­andi gang­ur í þessu,“ segir Ástráður. Samn­inga­nefnd rík­is­ins, sem stend­ur að samn­ingi við fram­halds­skóla­kenn­ara, var ekki á fund­in­um. Ástráður seg­ir að það þurfi þó ekk­ert endi­lega að lesa neitt sérs­takt í það.

Magnús Þór Jóns­son, formaður Kenn­ara­sam­bands Íslands, sagði hins veg­ar í frétt­um Stöðvar 2 á þriðjudag að ríkið væri kannski lengra frá al­vöru samn­ings­vilja en sveit­ar­fé­lög­in. Þá sagði Guðjón Hreinn Hauks­son, formaður Fé­lags fram­halds­skóla­kenn­ara, í sam­tali við mbl.is í gær að ríkið væri ekki að taka und­ir kröf­ur þeirra. Ástráður seg­ir að samn­ing­ur á milli fram­hald­sskóla­kenn­ara og rík­is­ins sé efn­is­lega öðru­vísi en samn­ing­ur leik- og grunn­skóla­kenn­ara við sveit­ar­fé­lög­in. „Fund­ur­inn fjallaði kannski fyrst og fremst um atriði sem snúa að sveit­ar­fé­lög­un­um.“