Norður
♠ 64
♥ K9862
♦ ÁDG64
♣ 8
Vestur
♠ 532
♥ ÁG1075
♦ –
♣ ÁKG52
Austur
♠ K9
♥ D43
♦ K8532
♣ D63
Suður
♠ ÁDG1087
♥ –
♦ 1097
♣ 10974
Suður spilar 4♠ doblaða.
Það var kyrrð yfir vötnunum við annað borðið í þessu spili í leik efstu sveitanna í dönsku deildakeppninni. Þar opnaði Dorthe Schaltz í norður á 1♥, Peter Schaltz sagði 2♠ í suður, sem var ekki krafa og allir sögðu pass. Vestur spilaði út ♣Á og skipti í spaða. Peter trompaði eitt lauf í borði og gaf síðan tvo slagi á lauf og ♦K. Níu slagir.
Við hitt borðið var skriðþungi í sögnum. Þar opnaði Lars Lund Madsen í norður á 1♥ og Mikkel Nøhr í suður sagði 2♠. Martin Schaltz í vestur sagði nú 3♣, Madsen í norður 3♠ og Dennis Bilde í austur 3G. Sá samningur hefði ekki farið vel en Nøhr gekk í björgunarsveitina og sagði 4♠ sem Schaltz doblaði. Vörnin byrjaði eins, ♣Á og skipt í spaða. Nøhr valdi að spila tígultíu í þriðja slag en Schaltz trompaði og spilaði meiri spaða og sagnhafi endaði 3 niður, 500 til AV.