Elma Dögg Frostadóttir
Elma Dögg Frostadóttir
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
„Við fundum jafn mikið til og aðrir í þjóðfélaginu. Hjartað sló með allri þjóðinni,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sem ásamt fleirum frá Morgunblaðinu tók sér far með varðskipinu Tý til Súðavíkur í janúar 1995

„Við fundum jafn mikið til og aðrir í þjóðfélaginu. Hjartað sló með allri þjóðinni,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sem ásamt fleirum frá Morgunblaðinu tók sér far með varðskipinu Tý til Súðavíkur í janúar 1995.

Í dag eru 30 ár liðin frá því að snjóflóð féll á byggðina í Súðavík við Álftafjörð með skelfilegum afleiðingum. Fjórtán létu lífið, tólf lentu í flóðinu en björguðust. Minningarathöfn verður haldin í Súðavíkurkirkju í dag klukkan 17. Einnig verður minningarathöfn í Guðríðarkirkju í Grafarvogi klukkan 20.

Atburðirnir í Súðavík eru rifjaðir upp í blaðinu í dag. Er þar einnig rætt við Dagbjörtu Hjaltadóttur, systur Berglindar Kristjánsdóttur sem missti þrjú börn í flóðinu. „Það var enginn sem tók utan um þau, engin stofnun, aðeins einstaklingar úti í bæ,“ segir Dagjört meðal annars.

„Stundum gleymast Súðvíkingar sem fóru út í svakalegar aðstæður og sáu hvað hafði gerst í litla þorpinu þeirra. Þau sinntu fólki með lífsmarki þar til frekari hjálp barst,“ segir Elma Dögg Frostadóttir sem bjargað var eftir 15 tíma í rústunum. Ekki mátti tæpara standa hjá henni og segir hún frænku sína ávallt hringja í sig 16. janúar og óska henni til hamingju með hinn afmælisdaginn.