Barnavörur Loppan hefur lengi verið vinsæl hjá barnafólki.
Barnavörur Loppan hefur lengi verið vinsæl hjá barnafólki. — Morgunblaðið/Eggert
Ný rann­sókn sýn­ir að end­ur­notk­un á Íslandi var 19,93 kíló á íbúa árið 2023. Dæmi um end­ur­notk­un er þegar notaðar vör­ur eru seld­ar í net­sölu, sölu­torg­um á sam­fé­lags­miðlum, nytja­mörkuðum eða af­hent­ar gef­ins á milli fólks

Ný rann­sókn sýn­ir að end­ur­notk­un á Íslandi var 19,93 kíló á íbúa árið 2023. Dæmi um end­ur­notk­un er þegar notaðar vör­ur eru seld­ar í net­sölu, sölu­torg­um á sam­fé­lags­miðlum, nytja­mörkuðum eða af­hent­ar gef­ins á milli fólks. Er end­ur­notk­un skil­greind sem hvers kyns aðgerð þar sem vör­ur eða íhlut­ir, sem ekki eru úr­gang­ur, eru notuð í sama til­gangi og þau voru ætluð til í upp­hafi.

Kemur þetta fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun.

„Heild­ar­end­ur­notk­un á Íslandi var 19,93 kg/mann árið 2023. Hús­gögn voru stærst­ur hluti af end­ur­notk­un (40%), næst bygg­ing­ar­efni (29%), raf- og raf­einda­tæki (14%), vefnaðar­vara (3%) og annað (14%), miðað við þyngd,“ segir þar, en þegar vöru­flokk­arn­ir voru skoðaðir nán­ar má sjá að föt voru stærsti hlut­inn af end­ur­notk­un á vefnaðar­vör­um. Hvað byggingarefni varðar er timbrið efst á blaði.