Lög­reglu var á síðasta ári til­kynnt 568 sinn­um um kyn­ferðis­brot. Fjölgaði þeim um 10% frá ár­inu á und­an. Til­kynn­ing­um um brot gegn börn­um fjölg­ar um­tals­vert á milli ára. Þetta kem­ur fram í skýrslu rík­is­lög­reglu­stjóra um kyn­ferðis­brot á síðasta ári

Lög­reglu var á síðasta ári til­kynnt 568 sinn­um um kyn­ferðis­brot. Fjölgaði þeim um 10% frá ár­inu á und­an. Til­kynn­ing­um um brot gegn börn­um fjölg­ar um­tals­vert á milli ára. Þetta kem­ur fram í skýrslu rík­is­lög­reglu­stjóra um kyn­ferðis­brot á síðasta ári.

Í fyrra voru 185 nauðgan­ir tilkynntar til lög­reglu, eða rúm­lega ein til­kynn­ing ann­an hvern dag allt árið. Þar af voru 130 til­kynn­ing­ar vegna nauðgana sem áttu sér stað á ár­inu. Til­kynn­ing­um um nauðgan­ir fjölgaði um 3% frá árinu 2023. Ef horft er til meðal­tals til­kynn­inga síðustu þrjú ár þar á und­an fækkaði þeim um 14%. Kon­ur voru 88% brotaþola í öll­um kyn­ferðis­brot­um sem til­kynnt voru til lög­reglu. Hlut­fallið var enn hærra þegar horft var til nauðgana, þar voru 95% brotaþola kven­kyns. Hlut­föll­in snú­ast við þegar kem­ur að kyni grunaðra, þar voru 94% karl­kyns.