Lars-Emil Johansen
Lars-Emil Johansen
Lars-Emil Johansen, fyrrverandi formaður grænlensku landstjórnarinnar, og Lars Møller-Sørensen, fyrrverandi sveitarstjóri í Sermersooq, voru á miðvikudaginn dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi í hálft ár fyrir fjársvik og að hafa misfarið með opinbert …

Lars-Emil Johansen, fyrrverandi formaður grænlensku landstjórnarinnar, og Lars Møller-Sørensen, fyrrverandi sveitarstjóri í Sermersooq, voru á miðvikudaginn dæmdir í óskilorðsbundið fangelsi í hálft ár fyrir fjársvik og að hafa misfarið með opinbert vald sitt, en Møller-Sørensen ákvað að ráða Johansen sem ráðgjafa fyrir sveitarfélagið.

Fékk Johansen 730.000 danskar krónur fyrir ráðgjafarstörf sín á tveimur árum, eða sem nemur rúmum 14 milljónum íslenskra króna. Sagði dómari málsins að Møller-Sørensen hefði brotið á trausti íbúa í Sermersooq.

Johansen og Møller-Sørensen hyggjast báðir áfrýja málinu.