Slóvenar Miha Zarabac sækir að marki Kúbu í leiknum í Zagreb.
Slóvenar Miha Zarabac sækir að marki Kúbu í leiknum í Zagreb. — Ljósmynd/IHF
Slóvenía vann algjöran yfirburðasigur á Kúbu, 41:19, í fyrsta leiknum í G-riðli heimsmeistaramóts karla í handknattleik í Zagreb í gær. Ísland mætir Kúbu annað kvöld og Slóveníu í lokaumferð riðilsins á mánudagskvöldið

Slóvenía vann algjöran yfirburðasigur á Kúbu, 41:19, í fyrsta leiknum í G-riðli heimsmeistaramóts karla í handknattleik í Zagreb í gær. Ísland mætir Kúbu annað kvöld og Slóveníu í lokaumferð riðilsins á mánudagskvöldið. Eftir jafnar upphafsmínútur þar sem staðan var 4:3 komst Slóvenía í 16:4 og mótspyrna Kúbu var úr sögunni. Aleks Vlah skoraði átta mörk fyrir Slóveníu en Dariel García var markahæstur Kúbumanna með fjögur mörk.