Amad Diallo var bjargvættur Manchester United í gærkvöld þegar hann tryggði liðinu sigur á botnliði Southampton, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Old Trafford. Southampton komst yfir með sjálfsmarki undir lok fyrri hálfleiks og var yfir fram á 82
Amad Diallo var bjargvættur Manchester United í gærkvöld þegar hann tryggði liðinu sigur á botnliði Southampton, 3:1, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Old Trafford. Southampton komst yfir með sjálfsmarki undir lok fyrri hálfleiks og var yfir fram á 82. mínútu þegar Diallo jafnaði metin. Hann skoraði aftur á 90. mínútu og þriðja markið undir lok uppbótartímans. United lyfti sér með sigrinum upp um þrjú sæti og er nú í 12. sæti deildarinnar.