Joe Biden
Joe Biden
Joe Biden Bandaríkjaforseti varaði Bandaríkjamenn við því í fyrrakvöld að „fámennisstjórn“ væri að myndast í Bandaríkjunum, þar sem menn með ógurleg auðæfi og völd ógnuðu lýðræði og lýðfrelsi

Joe Biden Bandaríkjaforseti varaði Bandaríkjamenn við því í fyrrakvöld að „fámennisstjórn“ væri að myndast í Bandaríkjunum, þar sem menn með ógurleg auðæfi og völd ógnuðu lýðræði og lýðfrelsi. Viðvörun Bidens kom í kveðjuávarpi hans, þar sem hann fór yfir helstu áfanga á kjörtímabili sínu.

Biden fordæmdi jafnframt samfélagsmiðla, sem hann sagði halla réttu máli. „Það er verið að grafa Bandaríkjamenn undir flóði rangra og villandi upplýsinga.“

Biden vísaði einnig í kveðjuávarp Eisenhowers Bandaríkjaforseta árið 1961, en þar varaði hann við of miklum samgangi iðnaðar og hersins. Sagði Biden að hann hefði svipaðar áhyggjur af samgangi tæknirisa og iðnaðar.