Norður
♠ KG82
♥ 102
♦ ÁD8753
♣ Á
Vestur
♠ Á743
♥ 9
♦ KG94
♣ D986
Austur
♠ D106
♥ D73
♦ 1062
♣ K432
Suður
♠ 95
♥ ÁKG8654
♦ –
♣ G1075
Suður spilar 4♥.
Aðrir meistarar síðustu Bridshátíðar voru í eldlínunni í Þýskalandi um síðustu helgi, þau Sabine Auken og Roy Welland, en þá fór fram fyrsta umferð í þýsku deildakeppninni.
Í spilinu að ofan í leik Mannheim og München opnaði Tino Terraneo liðsmaður Mannheim í suður á 4♥. Vestur spilaði út ♠Á og skipti í tígul. Terraneo svínaði drottningu og tók ásinn og henti laufum heima, trompaði síðar lauf í borði og gaf aðeins á trompdrottningu. 11 slagir.
Við hitt borðið opaði Welland á 3♥ í suður og Auken hækkaði í 4♥. Í vestur sat Wolf Stahl og hann spilaði út litlum spaða frá ásnum. Welland bað eðlilega um gosann í borði og austur drap með drottningu og skipti í tromp. Welland stakk upp ás, spilaði laufi á ás, henti spaða í ♦Á og náði að trompa eitt lauf í blindum en varð síðan að gefa tvo slagi á lauf og einn á hjarta. Einn niður.