Þrautseigur Davíð Goði segir hugarfarið hafa komið sér langt í ferlinu.
Þrautseigur Davíð Goði segir hugarfarið hafa komið sér langt í ferlinu.
„Ég var hræddur við það að deyja,“ segir Davíð Goði Þorvarðarson kvikmyndagerðarmaður, sem veiktist af illvígum sjúkdómi fyrir um ári. Sjúkdómurinn er óþekktur en í fyrstu var talið að um hvítblæði væri að ræða

„Ég var hræddur við það að deyja,“ segir Davíð Goði Þorvarðarson kvikmyndagerðarmaður, sem veiktist af illvígum sjúkdómi fyrir um ári. Sjúkdómurinn er óþekktur en í fyrstu var talið að um hvítblæði væri að ræða.

„Í dag er enn ekki vitað nákvæmlega hvaða sjúkdómur þetta er en þetta kallast „Idopathic hypereosinophilia with end organ damage“. Það þýðir í rauninni of háir eósínfílar af óþekktri ástæðu.“

Davíð Goði undirgekkst krabbameinsmeðferð og beinmergsskipti í Svíþjóð í kjölfarið síðastliðið haust. Það reyndist honum mikil þrautaganga.

„Þetta reynir á líkama þinn alveg að þolmörkum og fer langt yfir þolmörkin í hausnum á þér,“ lýsir Davíð Goði sem segir sögu sína í Dagmálum í dag.