Ótrúlegt sjónarspil blasti við Akureyringum í gærmorgun þegar glitský birtust á himninum. Ólafur Númason, grafískur hönnuður hjá Geimstofunni, náði einstakri mynd af skýjunum sem minnir á olíumálverk og hefur vakið mikla athygli
Ótrúlegt sjónarspil blasti við Akureyringum í gærmorgun þegar glitský birtust á himninum. Ólafur Númason, grafískur hönnuður hjá Geimstofunni, náði einstakri mynd af skýjunum sem minnir á olíumálverk og hefur vakið mikla athygli.
„Þetta var ótrúlega flott,“ sagði Ólafur og bætti við að glitskýin hefðu aðeins sést í stuttan tíma, rétt áður en þoka huldi svæðið.
„Þetta var ótrúlega flott. Ég hugsa að það hafi nokkuð margir Akureyringar tekið myndir,“ sagði Ólafur í samtali við K100.is.
„Það er enginn filter eða neitt,“ bætti hann við. Nánar á K100.is.