Vettvangur Lögreglan var með mikinn viðbúnað þegar málið komst upp og voru meðal annars rannsakendur starfandi á vettvangi og götu lokað.
Vettvangur Lögreglan var með mikinn viðbúnað þegar málið komst upp og voru meðal annars rannsakendur starfandi á vettvangi og götu lokað.
Fyr­ir­hugað er að aðalmeðferð í Nes­kaupstaðarmál­inu svo­kallaða, þar sem karl­maður á fimm­tugs­aldri er ákærður fyr­ir að myrða hjón á átt­ræðis­aldri með hamri, fari fram 10. og 11. fe­brú­ar og mögu­lega 12

Fyr­ir­hugað er að aðalmeðferð í Nes­kaupstaðarmál­inu svo­kallaða, þar sem karl­maður á fimm­tugs­aldri er ákærður fyr­ir að myrða hjón á átt­ræðis­aldri með hamri, fari fram 10. og 11. fe­brú­ar og mögu­lega 12. fe­brú­ar ef þörf er á. Þetta kom fram í fyr­ir­töku máls­ins í Héraðsdómi Aust­ur­lands í gær.

Greint var frá því þegar málið var þing­fest í síðustu viku að til skoðunar væri að hafa fjöl­skipaðan dóm, þ.e. að dóm­ari myndi hafa meðdóm­ara með sér í mál­inu. Var dóm­ar­inn þá ekki bú­inn að skipa meðdóm­ara. Arnþrúður Þór­ar­ins­dótt­ir sak­sókn­ari máls­ins staðfestir nú að búið sé að ákveða meðdóm­ara. Auk Hákons Þor­steins­son­ar, héraðsdóm­ara við Héraðsdóm Aust­ur­lands, verða það þau Barbara Björns­dótt­ir, héraðsdóm­ari við Héraðsdóm Reykja­vík­ur, og Tóm­as Zoëga geðlækn­ir.

Jafn­framt staðfesti Arnþrúður að grein­ar­gerð verj­anda hefði verið skilað og að eng­in ákvörðun hefði verið tek­in um hvort málið yrði að hluta til lokað, en slíkt kom til umræðu við þing­fest­ingu, þó að hvorki sak­sókn­ari né verj­andi hefðu farið fram á það.

Maður­inn hef­ur sætt gæslu­­v­arðhaldi og vist­un síðan í ág­úst þegar hann var hand­tek­inn. Er hann grunaður um að hafa valdið dauða hjón­anna sem fund­ust lát­in á heim­ili sínu í Nes­kaupstað í ág­úst. Hann neit­ar sök. Var krafa um vist­un á viðeig­andi stofn­un síðan staðfest af dóm­ara til 14. mars.

Í ákær­unni seg­ir m.a. að maður­inn hafi veist að hjón­um inn­an­dyra með hamri og slegið þau bæði oft með hamr­in­um, einkum í höfuð.