1. d4 Rf6 2. Bg5 g6 3. Rd2 Bg7 4. e3 c5 5. c3 cxd4 6. exd4 0-0 7. Rgf3 Rc6 8. Bd3 h6 9. Bh4 d6 10. 0-0 e5 11. He1 exd4 12. cxd4 Rb4 13. Bc4 Bf5 14. Hc1 d5 15. Db3 Rc2 16. Bxf6 dxc4 17. Dxc2 Dxf6 18. Dxc4 Hac8 19. Db3 b6 20. h3 Dd6 21. Hc3 Be6 22. Da4 a5 23. Rc4??
Staðan kom upp í undanrásum heimsmeistaramótsins í opnum flokki í hraðskák sem fór fram í New York í Bandaríkunum hinn 30. desember síðastliðinn. Magnus Carlsen (2.890) hafði svart gegn Shakhriyar Mamedyarov (2.705). 23. … Db4! og hvítur gafst upp enda liðstap óhjákvæmilegt, t.d. eftir 24. Dxb4 axb4.
Síminn Invitational-netmótið heldur áfram annað kvöld. Laugardaginn 25. janúar heldur Vinaskákfélagið Afmælisskákmót Friðriks Ólafssonar en mótið hefst kl. 14.00 á Aflagranda 40. Um þessa skákviðburði og fleiri til má finna nánari upplýsingar á skak.is.