30 ára Birkir er Akureyringur, ólst upp á Eyrinni og býr í Naustahverfi. Hann er smiður að mennt og með BS-gráðu í íþróttafræði frá HÍ. Birkir er smiður hjá HeiðGuðByggir og þjálfari í ólympískum lyftingum hjá KA

30 ára Birkir er Akureyringur, ólst upp á Eyrinni og býr í Naustahverfi. Hann er smiður að mennt og með BS-gráðu í íþróttafræði frá HÍ. Birkir er smiður hjá HeiðGuðByggir og þjálfari í ólympískum lyftingum hjá KA. Áhugamálin eru hreyfing og matur, en Birkir hefur mjög gaman af því að elda.


Fjölskylda Eiginkona Birkis er Telma Eiðsdóttir, f. 1993, með meistaragráðu í ­mannauðsstjórnun frá HR. Synir þeirra eru Heiðar Bjarmi, f. 2021, og Maron Breki, f. 2024. Foreldrar Birkis eru hjónin Jón Einar Jóhannsson, f. 1970, sölumaður hjá Tandri, og Anna Bjarney ­Guðmundsdóttir, f. 1972, leikskólakennari á Iðavöllum, búsett á Akureyri.