Bann Þýðir ekkert fyrir bandaríska notendur að breyta símastillingum.
Bann Þýðir ekkert fyrir bandaríska notendur að breyta símastillingum. — AFP/Antonin UTZ
Að óbreyttu munu um 170 milljónir bandarískra notenda samfélagsmiðilsins TikTok ekki geta notað miðilinn frá og með næsta sunnudegi. Í frétt Reuters kemur fram að fátt geti komið í veg fyrir bannið þar sem ólíklegt þykir að kínverska móðurfélaginu,…

Að óbreyttu munu um 170 milljónir bandarískra notenda samfélagsmiðilsins TikTok ekki geta notað miðilinn frá og með næsta sunnudegi.

Í frétt Reuters kemur fram að fátt geti komið í veg fyrir bannið þar sem ólíklegt þykir að kínverska móðurfélaginu, ByteDance, takist að selja miðilinn til bandarískra aðila, eða fá frest hæstaréttar, eins og krafist er.

Bandarískum fyrirtækjum er skylt að framfylgja banninu og því geta notendur ekki gripið til einfaldra aðferða eins og að breyta símastillingum eða tengjast miðlinum með VPN-tengingu.