Tilbúinn Aron Pálmarsson er kominn í 18 manna hópinn í Zagreb.
Tilbúinn Aron Pálmarsson er kominn í 18 manna hópinn í Zagreb. — Morgunblaðið/Eyþór
Snorri Steinn Guðjóns­son, landsliðsþjálf­ari karla í hand­bolta, hef­ur skráð landsliðsfyr­irliðann Aron Pálm­ars­son í leik­manna­hóp Íslands á HM. Aron hef­ur verið frá keppni vegna meiðsla og lék ekk­ert gegn Svíþjóð fyr­ir mótið og var ekki í hópn­um gegn Græn­höfðaeyj­um í fyrsta leiknum á HM

Snorri Steinn Guðjóns­son, landsliðsþjálf­ari karla í hand­bolta, hef­ur skráð landsliðsfyr­irliðann Aron Pálm­ars­son í leik­manna­hóp Íslands á HM. Aron hef­ur verið frá keppni vegna meiðsla og lék ekk­ert gegn Svíþjóð fyr­ir mótið og var ekki í hópn­um gegn Græn­höfðaeyj­um í fyrsta leiknum á HM. Hann hef­ur æft með liðinu síðustu daga og virðist hafa náð sér af meiðsl­un­um. Aron má því vera í leik­manna­hópn­um gegn Kúbu í kvöld.