— Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Þyrla Landhelgisgæslunnar hífði menn um borð í æfingu með Slysavarnaskóla sjómanna úti á ytri höfn Reykjavíkur í gær. Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að æfingarnar séu haldnar á föstudögum og séu nokkurn veginn allt árið í samstarfi við Slysavarnaskólann

Þyrla Landhelgisgæslunnar hífði menn um borð í æfingu með Slysavarnaskóla sjómanna úti á ytri höfn Reykjavíkur í gær.

Ásgeir Erlendsson upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar segir að æfingarnar séu haldnar á föstudögum og séu nokkurn veginn allt árið í samstarfi við Slysavarnaskólann.

Hann segir að á æfingunni séu ýmsir hlutir æfðir. Nefnir hann sem dæmi móttöku á þyrlunni, að hífa menn upp frá skipi, taka menn úr sjó og að lokum úr björgunarbát.

„Þetta er þessi reglulega föstudagsæfing og þess vegna er algengt að fólk sjái þyrluna þarna út af Sæbrautinni, yfirleitt á föstudögum um eittleytið,“ segir Ásgeir.