Ólympíufarinn og kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir er á meðal keppenda, ásamt mörgu af besta frjálsíþróttafólki landsins, á hinu árlega Stórmóti ÍR sem fer fram í Laugardalshöllinni í dag og á morgun

Ólympíufarinn og kúluvarparinn Erna Sóley Gunnarsdóttir er á meðal keppenda, ásamt mörgu af besta frjálsíþróttafólki landsins, á hinu árlega Stórmóti ÍR sem fer fram í Laugardalshöllinni í dag og á morgun. Keppni í kúluvarpi kvenna er á dagskrá klukkan 15 á morgun en annars er keppni í fullum gangi í öllum aldursflokkum frá morgni til kvölds báða dagana.