Norður ♠ Á107 ♥ KDG1096 ♦ KD7 ♣ G Vestur ♠ – ♥ 7542 ♦ ÁG108532 ♣ D7 Austur ♠ D9652 ♥ – ♦ 964 ♣ 86532 Suður ♠ KG843 ♥ Á83 ♦ – ♣ ÁK1094 Suður spilar 6♠

Norður

♠ Á107

♥ KDG1096

♦ KD7

♣ G

Vestur

♠ –

♥ 7542

♦ ÁG108532

♣ D7

Austur

♠ D9652

♥ –

♦ 964

♣ 86532

Suður

♠ KG843

♥ Á83

♦ –

♣ ÁK1094

Suður spilar 6♠.

Svæðamót í sveitakeppni eru haldin víða þessa dagana. Í Suðurlandsmótinu í byrjun ársins kom þetta spil fyrir. Við þrjú borð spiluðu NS 6♥ sem voru auðunnin. En við þrjú borð var lokasamningurinn 6♠ sem var erfiðari viðfangs og tveir sagnhafar töpuðu spilinu. Við það þriðja sátu Aðalsteinn Jörgensen og Svala Pálsdóttir NS og Björn Snorrason og Guðmundur Gunnarsson AV. Þar opnaði Aðalsteinn á 1♠ og AV létu síðan öllum illum látum í tíglum þannig að hjartaliturinn tíndist.

Út kom ♦Á sem Aðalsteinn trompaði og spilaði spaða á ás og ♠10 sem Guðmundur lagði drottninguna á. Næst kom hjarta á kóng sem Guðmundur trompaði og spilaði laufi um hæl. Aðalsteinn fór upp með ás, taldi ólíklegt að austur hefði spilað frá drottningunni, tók kónginn og trompaði lauf, henti hjörtunum heima í tígulhjónin og þegar hann spilaði hjörtum úr borði var austur fastur í trompbragði.