Norðmaðurinn Erling Haaland skrifaði undir einstakan samning í gær en hann samdi þá að nýju við enska knattspyrnufélagið Manchester City til tæplega tíu ára, til sumarsins 2034. Haaland átti tvö og hálft ár eftir af fyrri samningi sínum

Norðmaðurinn Erling Haaland skrifaði undir einstakan samning í gær en hann samdi þá að nýju við enska knattspyrnufélagið Manchester City til tæplega tíu ára, til sumarsins 2034. Haaland átti tvö og hálft ár eftir af fyrri samningi sínum.

Jessica Berlin, bandarískur knattspyrnumarkvörður, er gengin til liðs við Þór/KA. Hún er 25 ára gömul og hefur leikið með Galway United á Írlandi undanfarin tvö ár.

Leifur Andri Leifsson, fyrirliði knattspyrnuliðs HK, hefur framlengt samning sinn við félagið og leikur áfram með því á komandi tímabili. Leifur er 35 ára og hefur leikið á fimmta hundrað mótsleiki fyrir HK.

Denis Law, goðsögn hjá Manchester United, annar tveggja markahæstu landsliðsmanna Skotlands og knattspyrnumaður ársins í Evrópu 1964, lést í gær, 84 ára að aldri. Hann hafði glímt við alzheimers frá árinu 2021.