Noah Wyle kann vel við lækna.
Noah Wyle kann vel við lækna. — AFP/Gregg Deguire
Spítaladrama Noah Wyle, sem fór með eitt af aðalhlutverkunum í hinu vinsæla spítaladrama Bráðavaktinni eða ER, er kominn aftur í hvíta sloppinn á skjánum í glænýju spítaladrama, The Pitt. Þar fer hann með hlutverk læknisins Michaels Robinavitch sem…

Spítaladrama Noah Wyle, sem fór með eitt af aðalhlutverkunum í hinu vinsæla spítaladrama Bráðavaktinni eða ER, er kominn aftur í hvíta sloppinn á skjánum í glænýju spítaladrama, The Pitt. Þar fer hann með hlutverk læknisins Michaels Robinavitch sem stendur vaktina á spítala í Pittsburgh og við fáum að fylgjast með honum gegnum 15 klukkustunda langan vinnudag, hver þáttur dekkar eina klukkustund. ER hittir 24 myndi einhver mögulega segja. Ekki er öllum skemmt yfir framtakinu en ekkja Michaels Chrichtons höfundar ER hefur lagt inn kæru á þeim forsendum að um sama karakterinn og í ER sé að ræða, aðeins nafni og staðsetningu hafi verið breytt. Aðstandendur The Pitt vísa þessu á bug.