Píanókvartettar eftir Schumann, Mozart og Mahler verða fluttir á fjórðu tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á þessum starfsvetri en þeir fara fram á morgun, sunnudaginn 19. janúar, í Norðurljósasal Hörpu og hefjast kl
Píanókvartettar eftir Schumann, Mozart og Mahler verða fluttir á fjórðu tónleikum Kammermúsíkklúbbsins á þessum starfsvetri en þeir fara fram á morgun, sunnudaginn 19. janúar, í Norðurljósasal Hörpu og hefjast kl. 16. Segir í tilkynningu að flytjendur á tónleikunum séu fiðluleikarinn Pétur Björnsson, Þórarinn Már Baldursson víóluleikari, Hrafnkell Orri Egilsson sellóleikari og bandaríski píanóleikarinn Liam Kaplan, sem nýverið hóf störf hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands.