Angelina Jolie á rauða dreglinum.
Angelina Jolie á rauða dreglinum. — AFP/Valerie Macon
Minning Síleski kvikmyndaleikstjórinn Pablo Larraín heldur áfram að gera myndir um konur sem settu sterkan svip á öldina sem leið. Fyrst kom Jackie (um Jackie Kennedy), síðan Spencer (um lafði Díönu) og nú var hann að frumsýna Mariu sem fjallar um óperusöngkonuna Mariu Callas

Minning Síleski kvikmyndaleikstjórinn Pablo Larraín heldur áfram að gera myndir um konur sem settu sterkan svip á öldina sem leið. Fyrst kom Jackie (um Jackie Kennedy), síðan Spencer (um lafði Díönu) og nú var hann að frumsýna Mariu sem fjallar um óperusöngkonuna Mariu Callas. Angelina Jolie fer með aðalhlutverkið og hefur verið að fá góða dóma fyrir frammistöðu sína. Í myndinni fylgjumst við með Callas síðustu vikuna fyrir andlát hennar árið 1977, þar sem hún hugsar til baka um líf sitt og list. Af öðrum leikurum má nefna Pierfrancesco Favino, Ölbu Rohrwacher, Haluk Bilginer, Valeriu Golino og Kodi Smit-McPhee.